Velsæld í lífi og starfi

Ráðgjöf, fræðsla og námskeið fyrir einstaklinga og hópa.

 Markþjálfun 
 Handleiðsla  Streituráðgjöf  

 

Bóka tíma

„You can´t stop the waves but you can learn to surf“
 

JON KABAT- ZINN

Líf í jafnvægi 

 

Innri ró og andlegur styrkur

Nærðu tengingu við sjálfa/n þig, lærðu að róa hugann og lifa í takt við gildi þín, styrkleika og ástríðu. Með aukinni vitund lærir þú að mæta hugsunum og tilfinningum með mildi, nærveru og visku og taka fleiri skref í átt að því lífi sem þú vilt lifa.

Seigla og vellíðan í daglegu lífi

Byggðu upp innri seiglu sem gerir þér kleift að takast á við áskoranir lífsins án þess að brenna út. Með hagnýtum aðferðum úr jákvæðri sálfræði og streitustjórnun lærir þú að skapa jafnvægi milli orku, ábyrgðar og hvíldar.

Líf og starf í jafnvægi

Finndu leið til að lifa og starfa í takt við eigin gildi. Hvort sem þú vinnur í krefjandi starfi eða ert að endurmeta næstu skref í lífinu, þá styð ég þig við að byggja upp heilbrigt samband við vinnu, tíma og tilgang – án þess að fórna þinni eigin vellíðan eða jafnvægi.

 

„Hversu mikil áhrif hefur streita á þig?“

Taktu ókeypis streituprófið mitt og fáðu innsýn í stöðu þína!

Hæ!

Ég er Hugrún Linda.

Lesa meira  ➝

Ég hjálpa fólki að finna jafnvægi, innri ró og styrk í lífi og starfi.

Ég hef alltaf haft djúpan áhuga á því hvað gerir lífið innihaldsríkt – Hvernig við getum lifað góðu lífi í jafnvægi þar sem einkalíf og vinna nærir okkur. Líka hvernig við getum lært að lifa í meiri samhljómi við okkur sjálf, gildin okkar, styrkleika og ástríðu. 

Á minni vegferð hef ég lært að jafnvægi, innri ró og styrkur spretta ekki af fullkomnum aðstæðum heldur af hæfni til að mæta lífinu eins og það er – með sveigjanleika, opnum huga, nærveru, kærleika og hugrekki.

Reynsla mín og nám hefur mótað nálgun mína. Í dag sameina ég vestræna vísindalega þekkingu, austræna visku og mannlega nálgun til að hjálpa fólki að styrkja tengingu við innsæi sitt, efla innri ró og skapa meira jafnvægi í lífi og starfi. Með aukinni sjálfsvitund, yfirvegun og hjálplegum aðferðum verður mögulegt að mæta daglegum verkefnum, áskorunum, erfiðleikum og lífskreppum af meiri festu, mildi og skýrleika. Þannig skapast rými fyrir vöxt, seiglu og dýpri tengingu við sjálfan sig og það sem skiptir raunverulega máli.

Mín vinna byggir á ýmsum aðferðum og leiðum. Ég nota markþjálfun, handleiðslu, jákvæða sálfræði, núvitund og ACT.  Ég hef sérhæft mig í streitustjórnun og Mind Body medicine  sem er heildræn nálgun á heilsu og vellíðan. Auk þess kenni ég jóga nidra og ýmsar leiðir til að róa taugakerfið. Ég finn einstaklingsmiðaða nálgun fyrir hvern og einn og markmiðið er alltaf að hjálpa þér að lifa vel og virka vel í lífi og starfi með það að markmiði að skapa það líf sem þér þykir vænt um – bæði að innan og utan.

EF ÞÚ BREYTIR EKKI NEINU - ÞÁ BREYTIST EKKI NEITT

Kynntu þér námskeiðin, einkatíma og þjónustu.

Námskeið 

Ég býð upp á sjálfseflandi námskeið fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Námskeiðin mín  innihalda bæði fræðslu og þjálfun og byggja meðal annars á jákvæðri sálfræði, markþjálfun, streitustjórnun, seigluþjálfun, núvitund, ACT og  Jóga Nidra. 

Frekari upplýsingar ➝

Viðtöl

Ég býð upp á viðtöl bæði á stofunni minni sem og í fjarfundarbúnaði. Sérsvið mitt er fagleg handleiðsla, markþjálfun, streiturágjöf og jákvæð sálfræði. Pantaðu tíma og við finnum réttu leiðina fyrir þig. Viðtöl fara fram í Urðarhvarfi 14 - Kópavogi eða í gegnum fjarfundabúnað. 

 Frekari upplýsingar ➝

Þjónusta 

Ég tek að mér fræðslu og handleiðslu fyrir starfsfólk sem snýr að vellíðan og velgengni í starfi. Forvarnarvinna gegn veikindafjarvistum, streitutengdum veikindum og kulnun. Uppsetning á handleiðslukerfum. Hóp- og einstaklingshandleiðsla stjórnenda og starfsfólks. Vinnustofur og fræðsla. Aðkoma að starfsdögum.

Frekari upplýsingar